Unnið er að rannsóknum sem auka eiga þekkingu á eiginleikum fitu og stöðugleika hennar m.t.t. ástands fisks við veiði.
Fitusamsetning í þorskholdi (Gadus morhua) eftir árstíma og veiðarsvæðum
Í mögrum fiski eins þorski var þránun á fitu ekki talin vandamál. Hins vegar inniheldur þorskvöðvi mikið af ómettuðum fitusýrum sem að þrána auðveldlega við geymslu. Þessar breytingar hafa neikvæð áhrif á bragð og útlit afurða. Unnið er að rannsóknum sem auka eiga þekkingu á eiginleikum fitu og stöðugleika hennar m.t.t. ástands fisks við veiði. Ástand fisks ræðast af ýmsum þáttum, svo árstíð, veiðarsvæði, stærð og aldri fisksins. Bætt þekking á hráefni og stöðugleika þess við vinnslu og geymslu mun auðvelda framleiðslustýringu við fiskvinnslu, þar sem geymsluþol og gæði afurða eru höfð að leiðarljósi.
Rannsóknirnar eru styrktar af Verkefnasjóði Sjávarútvegsins en þær munu standa yfir út árið 2011.
Þátttakendur í verkefninu eru Oddi hf, KG Fiskverkun ehf, Þorbjörn, Skinney-Þinganes hf og Matís ohf. Verkefnisstjóri er Kristín A. Þórarinsdóttir, Matís ohf.
Heiti verkefnis: Fitusamsetning í þorskholdi (Gadus morhua) eftir árstíma og veiðarsvæðum
Nánari upplýsingar veitir Kristín A. Þórarinsdóttir, s: 422-5081, tölvupóstfang: kristin.a.thorarinsdottir@matis.is.