Fréttir

Breytingar hjá Matís á Akureyri

Nú um mánaðarmótin urðu þær breytingar á starfsemi Matís, á sviði efnagreininga að varnarefnamælingar á ávöxtum og grænmeti sem verið hafa á starfstöð Matís á Akureyri fluttust til Reykjavíkur.

Mikilvægt er fyrir Matís að gæta ýtrustu hagkvæmni í rekstri, án þess að það bitni á faglegum þætti þessara sérhæfðu mælinga. En með innleiðingu matvælalöggjafarinnar 2011 hafa kröfur um mælingar á þessu sviði aukist verulega.

Nú stendur fyrir dyrum uppbygging tækjabúnaðar til varnarefnamælinga sem Matís hefur fjármagnað með styrkumsóknum, en til að mögulegt sé að reka slíkan tækjabúnað er nauðsynlegt að öll sérfræðiþekking nýtist sem best. Því hefur verið ákveðið að safna sérfræðiþekkingu og tækjum á sviði efnagreininga saman á einn stað í Reykjavík. Þessi breyting er því fyrst og fremst gerð með það í huga bæta gæði og þjónustu Matís til fyrirtækja og eftirlitsaðila vegna varnarefnamælinganna.

Hvað eru varnarefni?

Varnarefni eru efni eins og skordýraeitur, illgresiseyðar, sveppaeitur og ýmis stýriefni sem notuð eru við framleiðslu og/eða geymslu á ávöxtum og grænmeti. Sum þessara efna geta haft víðtæk heilsuspillandi áhrif á lífverur þ.m.t. mannfólkið. Því eru mælingar á þessum efnum mjög mikilvægar til að tryggja öryggi neytenda.

Frekari upplýsingar fást hjá Vordísi Baldursdóttur hjá Matís.

IS