Fréttir

Brúin – farsæl tenging vísinda og atvinnulífs

Samstarf Háskóla Íslands og Matís á liðnum árum hefur verið farsælt og stuðlað að verðmætasköpun í matvælaiðnaðinum hér á landi auk þess að undirbúa afbragðs vísindamenn fyrir störf í tengslum við matvælafræði. Matvælafræðin er sú grein sem er ört stækkandi og kröfur um framúrskarandi menntun og þekkingu verður háværari með degi hverjum enda snertir greinin neytandann með margvíslegum hætti.

Þekking starfsmanna beggja aðila er mikil í matvælafræði, líftækni og erfðafræði og því er mikilvægt að samnýta þekkinguna í tengslum við í nýsköpun og aukna verðmætasköpun. Þessi samningur mun leggja grunn af enn frekari eflingu fræðilegrar og verklegrar menntunar á sviði matvælarannsókna auk þess að efla samstarfi á öðrum sviðum kennslu og rannsókna. Samkomulagið er mikilvægt skref í átt að formlegu samstarfi Matís og Háskóla Íslands um samnýtingu aðfanga, innviða rannsókna og mannauðs.

Stefna HÍ og Matís er að vera í fararbroddi á þeim fræðasviðum sem samningurinn tekur til.

Markmið og hlutverk samningsaðila

  • Efla fræðilega og verklega menntun háskólanema á þeim fræðasviðum sem samningurinn tekur til
  • Auka rannsóknir á sviði matvælafræði, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggis og vera jafnframt í fararbroddi í nýsköpun á þessum fræðasviðum
  • Vera leiðandi á völdum sérfræðisviðum og hafa faglega sérstöðu í því skyni að laða að nemendur og fræðimenn á alþjóðlegum vettvangi
  • Tryggja að gæði rannsókna samningsaðila séu sambærileg á við það sem best gerist á alþjóðlegum vettvangi
  • Nýta möguleika til samreksturs tækja í þágu sameiginlegra verkefna
  • Fjölga nemendum í grunn- og framhaldsnámi á fræðasviðum samningsins.

Matís er stærsta rannsóknafyrirtæki landsins á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis. Stefna fyrirtækisins er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs, bæta lýðheilsu, tryggja matvæla-öryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu á sviði matvæla, líftækni og erfðatækni.

Háskóli Íslands hefur mótað sér stefnu til ársins 2016, þar sem m.a. er lögð áhersla á doktorsnám, framúrskarandi rannsóknir og kennslu, auk áherslu á samstarf við stofnanir og fyrirtæki eins og Matís.
Á vegum HÍ eru stundaðar víðtækar rannsóknir og kennsla á þeim fræðasviðum sem Matís fæst við, einkum á vettvangi heilbrigðisvísinda- og verkfræði- og náttúruvísindasviða skólans.

Gildistími samningsins er fimm ár.

Nánari upplýsingar veita Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

Nánari upplýsingar um Matís Brúna má finna á www.matis.is/bruin/

IS