„Fáir hafa lagt meira af mörkum til rannsókna og nýsköpunar í sjávarútvegi en Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís og prófessor við Háskóla Íslands,“ segir greinarhöfundur Morgunblaðsins í viðtali við Sigurjón í tilefni af sjötugsafmæli hans síðustu helgi.
„Styrkleiki greinarinnar byggist á nokkrum þáttum, s.s. þeirri þekkingaruppbyggingu sem hefur átt sér stað, hve mikið er af vel menntuðu fólki í sjávarútveginum, og hvað fyrirtækin og vísindasamfélagið hafa verið dugleg að vinna saman. Það viðhorf er ríkjandi innan greinarinnar að það sé sameiginlegt markmið okkar allra, fyrir hönd íslensks sjávarútvegs, að slá öllum keppinautum við,“ segir Sigurjón meðal annars í greininni.
Viðtalið við Sigurjón má lesa í heild sinni hér.