Fréttir

Brýnt að efla styrkja- og rann­sókn­ar­um­hverfið

„Fáir hafa lagt meira af mörk­um til rann­sókna og ný­sköp­un­ar í sjáv­ar­út­vegi en Sig­ur­jón Ara­son, yf­ir­verk­fræðing­ur Matís og pró­fess­or við Há­skóla Íslands,“ segir greinarhöfundur Morgunblaðsins í viðtali við Sigurjón í tilefni af sjötugsafmæli hans síðustu helgi.

„Styrk­leiki grein­ar­inn­ar bygg­ist á nokkr­um þátt­um, s.s. þeirri þekk­ing­ar­upp­bygg­ingu sem hef­ur átt sér stað, hve mikið er af vel menntuðu fólki í sjáv­ar­út­veg­in­um, og hvað fyr­ir­tæk­in og vís­inda­sam­fé­lagið hafa verið dug­leg að vinna sam­an. Það viðhorf er ríkj­andi inn­an grein­ar­inn­ar að það sé sam­eig­in­legt mark­mið okk­ar allra, fyr­ir hönd ís­lensks sjáv­ar­út­vegs, að slá öll­um keppi­naut­um við,“ segir Sigurjón meðal annars í greininni.

Viðtalið við Sigurjón má lesa í heild sinni hér.

IS