Dr. Christian Patermann er aftur á leið til Matís. Dr. Patermann er af mörgum álitinn „Faðir“ lífhagkerfisins í Evrópu og mun hann m.a. taka þátt í fundi sem haldinn verður í Verinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 28. maí kl. 16:00-17:15.
Eftir stuttar kynningar fara fram umræður. Meðal þátttakenda í panel eru Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri, Hólmfríður Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Iceprotein og Friðrik Friðriksson formaður stjórnar Matís.
Allir velkomnir! Kaffi á könnunni!
Mætum öll og tökum þátt í umræðu um hvaða tækifæri felast í lífhagkerfinu fyrir Skagafjörð.
Nánari upplýsingar veita Guðrún Kristín Eiríksdóttir og Eva Kuttner.