Fréttir

Doktorsvarnir í matvælafræði

Stefán Þór Eysteinsson og Hildur Inga Sveinsdóttir munu verja doktorsritgerðir sínar í matvælafræði þann 29. og 30. apríl næstkomandi í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Miðvikudaginn 29. apríl ver Stefán Þór Eysteinsson doktorsritgerð sína í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Áhrif rauðátu (Calanus finmarchicus) á gæði uppsjávarfiska og stýring vinnsluferla. Characterization of Calanus finmarchicus and its effect on pelagic fish processing.

Leiðbeinendur og umsjónarkennarar voru dr. María Guðjónsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild, dr. Sigurjón Arason, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild, og dr. Sigrún Jónasdóttir, prófessor við Danmarks Tekniske Universitet í Kaupmannahöfn. Auk þeirra sat í doktorsnefnd dr. Ástþór Gíslason, prófessor hjá Hafrannsóknastofnun.

Frekari upplýsingar má finna hér.

Fimmtudaginn 30. apríl ver Hildur Inga Sveinsdóttir doktorsritgerð sína í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Virðisaukning í vinnslu Atlantshafsmakrílflaka (Scomber scombrus) – Rannsókn á geymsluþoli, efna- og vinnslueiginleikum makríls sem veiddur er við ÍslandsstrendurValue addition from Atlantic mackerel (Scomber scombrus) fillets – Study of shelf life, chemical properties and processability of mackerel caught in Icelandic waters.

Leiðbeinendur og umsjónarkennarar voru dr. Sigurjón Arason, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild, dr. María Guðjónsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild, og dr. Magnea Guðrún Karlsdóttir, Matís.

Frekari upplýsingar má finna hér.

IS