Fréttir

Einn fremsti vísindamaður á sviðið þróunar, stofnerfðafræði og verndunarlífræði á Íslandi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Fred W. Allendorf, Regents Professor í líffræði við University of Montana, Bandaríkjunum og Professorial Research Fellow við Victoria University of Wellington, New Zealand, heimsótti Matís 29. maí sl.

Fred skoðaði m.a. erfðarannsóknastofu Matís og fundaði með erfðafræðingum fyrirtækisins og Hafrannsóknastofnunarinnar. Hann hefur birt yfir tvö hundruð vísindagreinar um þróun, stofnerfðafræði og verndunarlífræði og er einn fremsti vísindamaður í heiminum á sínu sviði. Hann hefur meðal annars unnið að því að þróa aðferðir við að innleiða erfðatækni til vöktunar fiskistofna og stjórnun fiskveiða.

Fred W. Allendorf
Fred W. Allendorf fyrir miðju

Nánari upplýsingar veitir Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri Öryggi, umhverfis og erfða hjá Matís.

IS