Fréttir

Engar deilur á Norðurlöndunum um þennan makríl

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Nú er ný afstaðin Norðurlandakeppni í smáframleiðslu matvæla sem haldin var í Östersund í Svíþjóð. Til keppninnar bárust um 600 vörur í ýmsum flokkum.

Af þeim 40 verðlaunum sem veitt voru, unnu íslenskir framleiðendur þrenn verðlaun. Bronsið hlaut Klaus Kretzer frá Skaftafelli fyrir Jöklabita sem er ölpylsa unnin úr kindakjöti. Einnig fékk Klaus silfur verðlaun fyrir Hnjúk sem er þurrverkaður og reyktur kinda hryggvöðvi.

Besta varan í flokki heitreykts fisks, sem hlaut þar með gullverðlaunin, var heitreykur makríll frá Sólskeri á Hornafirði. Allar þessar vörur hafa verið þróaðar í Matarsmiðjum Matís sem sýnir enn og aftur mikilvægi þess að frumkvöðlum og smáframleiðendum í matarhandverki sé gert kleift að taka sín fyrstu skref á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt sem síðar, ef vel gengur, getur leitt til fleiri atvinnutækifæra og fjölbreyttara vöruúrvals.

Nánar er fjallað um keppnina á heimasíðu Ny Nordisk Mat og heimasíðu Eldrimner.

Heimasíða Klaus Kretzer.

Nánari upplýsingar veita Gunnþórunn Einarsdóttir,  gunna@matis.is (858-5049) og Óli Þór Hilmarsson olithor@matis.is (858-5099).

IS