Sjávarútvegsráðstefnan kallar eftir framúrstefnuhugmynd til að efla íslenskan sjávarútveg og tengdar atvinnugreinar. Verðlaunafé upp á kr. 500 þúsund er í boði.
Ef þú ert hugmyndsmiður, hugsar út fyrir boxið, endilega sendu þá inn framúrstefnuhugmynd. Einstaklingar og/eða fyrirtæki geta sent inn hugmyndir eða tilnefnt aðra.
Gott tækifæri til að koma á framfæri góðum hugmyndum og eftirtalin verðlaun eru veitt:
- Veitt verður verðlaunafé að upphæð kr. 500 þús.
- Þrjár bestu hugmyndirnar fá kynningu og sérstaka viðurkenningu á Sjávarútvegsráðstefnunni.
- Þjár bestu hugmyndirnar fá sýningarbás á ráðstefnunni til að kynna sínar hugmyndir.
- Fleiri hugmyndirnar fá síðan sérstaka kynningu í veglegu ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar.
- 10 bestu hugmyndasmiðirnir fá frítt fyrir einn á ráðstefnuna.
Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2015 verða fimm erindi þar sem kynntar verða eldri framúrstefnuhugmyndir og m.a. sagt frá því hve langt þær eru komnar í þróunni.
Frestur til að skila inn umsóknum er 1. október nk.
Nánar upplýsingar á vef ráðstefnunnar undir liðnum VERÐLAUN