Þann 13. nóvember næstkomandi verður haldin fyrsta „Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki“ (ÍM í matarhandverki). Keppnin verður að þessu sinni opin fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar og fer fram í Norræna húsinu.
Ráðstefna – Námskeið – Fyrirlestrar
Matís og Ný norræn matvæli II bjóða smáframleiðendum frá öllum Norðurlöndunum að taka þátt í keppninni.
Samhliða keppninni verður haldin ráðstefna, sem er opin öllum, þar sem hægt verður að fræðast um hvernig frændur okkar á Norðurlöndunum hafa stutt og markaðssett matarframleiðslu úr héraði, sjá nánar dagskrá ráðstefnunnar hér. Ráðstefnan er styrkt af Íslandsstofu, Icelandair og Norræna húsinu.
Í kringum keppnina verður boðið upp á vettvangsferð, þar sem heimsóttir verða smáframleiðendur á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Eins verður boðið upp á hálfs dags námskeið og stutta fyrirlestra fyrir smáframleiðendur og aðra áhugasama um matvælaframleiðslu. Þessi fræðsla er í boði verkefnisins „Nýsköpun í lífhagkerfinu“ sem er hluti af Norræna lífhagkerfinu (Nordbio) sem er þáttur í formennsku-áætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.
Skráning í keppnina, ráðstefnuna og á námskeiðin fer fram hér.
Skráningu lýkur 6. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís.
Dagskrá
12. nóvember
Vettvangsferð
Heimsókn til smáframleiðenda á höfuðborgarsvæðinu og á suðurlandi. Hér má sjá dagskránna.
13. nóvember
Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki – keppni opin fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar
Smáframleiðendur frá öllum Norðurlöndunum eru velkomin að taka þátt í keppninni.
Ráðstefna -opin fyrir almenning
Fyrirlesarar frá öllum Norðurlöndunum munu gefa góð dæmi um hvernig vel hefur tekist til við að styðja smáframleiðendur og markaðssetja vörurnar þeirra. Hér má sjá dagskránna.
Báðir viðburðir verða haldnir í Norræna húsinu.
14. nóvember
Námskeið og fyrirlestrar
Ýmis áhugaverð námskeið og fyrirlestrar fyrir smáframleiðendur og aðra áhugasama um matvælaframleiðslu verða haldnir á Matís. Sjá nánar hér.
15. – 16. nóvember
Matarmarkaður Búrsins, haldin í Hörpunni