Fréttir

Færðu örugglega starf að loknu námi?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Mikilvægt er að velja áhugaverða námsbraut þegar ákvörðun um framhaldsmenntun er tekin. Mikil samkeppni er oft um störf eftir framhaldsmenntun og ekki allir sem fá starf strax eftir skóla.

Nemendum sem útskrifast úr meistaranámi í matvælafræði virðist ganga mjög vel að fá starf strax eftir nám.

Fyrsti útskriftarhópurinn í meistaranáminu samanstóð af 11 nemendum. Fljótlega eftir að námi lauk voru níu þeirra búnir að fá framtíðarstörf, eða rúm 80%. Störf matvælafræðinganna voru t.a.m. hjá Icelandic Group, Lýsi, Ferskum kjötvörum, Matvælastofnun, Ísteka ofl. fyrirtækjum eða stofnunum.

Auðvitað er ekki hægt að fá tryggingu fyrir því að fá starf við hæfi að námi loknu en það lítur vel út þegar kemur að meistaranámi í matvælafræði.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Þorkelsson hjá Matís.

IS