Fréttir

Fagfundur Sauðfjárræktarinnar 2023

Fagfundur Sauðfjárræktarinnar var haldin í gær, fimmtudaginn 13. apríl á Hvanneyri. Fundurinn sem er árlegur var haldinn í húsakynnum Landbúnaðarháskólans og er það fagráð sauðfjárræktar sem stendur fyrir viðburðinum.

Mörg áhugaverð erindi voru tekin fyrir á fundinum. Guðjón Þorkelsson stefnumótandi sérfræðingur hjá Matís var með erindið: Skiptir fitusprenging máli fyrir bragðgæði íslensks lambakjöts? og Sæmundur Sveinsson fagstjóri hjá Matís var með erindið: Leitin að erfðaþáttum bógkreppu- Staða verkefnis og framtíðarhorfur.

Mynd: Lbhí
Mynd: Lbhí

Við hvetjum áhugasama til að horfa á fagfundinn í heild sinni á Youtube rás Bændasamtaka Íslands, með því að smella hér.

Erindið: Leitin að erfðaþáttum bógkreppu- Staða verkefnis og framtíðarhorfur hefst 1:43:00

Erindið: Skiptir fitusprenging máli fyrir bragðgæði íslensks lambakjöts? hefst 2:07:00

Forsíðumynd: Lbhí

IS