Fréttir

Farsælt samstarf Matís og HÍ árið 2016

Háskóli Íslands og Matís hafa átt í góðu samstarfi um langt skeið og var árið 2016 engin undantekning. Í samræmi við starfssemi Matís þá snýr þessi samvinna mest að verkfræði, matvæla- og næringarfræði, lífefnafræði, líffræði og skyldum greinum og er sérstaklega vert að minnast á samstarfið um meistaranámið í matvælafræði.

Matvælafræði átti undir högg að sækja undir lok síðasta áratugar og færri nemendur sem bæði sóttu námið í grunnnámi og meistaranámi og sem útskrifuðust úr náminu en oftast áður. Með sameiginlegu átaki tókst HÍ og Matís að auka áhuga á náminu svo um munaði enda er nám í matvælafræði hagnýtt nám sem býður upp á fjöldann allan af tækifærum að námi loknu. Tengingin við matvælaframleiðslufyrirtæki er líka sterk, þá sérstaklega í meistaranáminu, og er stór hluti nemenda sem útskrifast hafa sl. fjögur ár sem fengið hafa vinnu strax að námi loknu.

Viltu kynna þér nám í matvælafræði?

Infografia_matvaelafraedi_HI_og_Matis_allar_gradur_vefur
Infografia_matvaelafraedi_HI_og_Matis_meistaranamid_vefur
IS