Matís er að fara af stað með herferð á landsvísu sem kallast Fiskídag og er ætlað að gera neytendur meðvitaðri um mikilvægi fiskneyslu og fisk tengdum afurðum svo sem lýsi og öðru sjávarfangi. Markmiðið með átakinu er að auka fiskneyslu Íslendinga en átakið er styrkt af AVS sjóðnum.
Fjölmargir koma að þessu jákvæða átaki. Nokkrir 5 mínútna innskotsþættir verða á RÚV, þar sem tekið verður á mýtum um sjávarafurðir og einnig útbúum við námsefni fyrir grunn- og framhaldsskóla um meðhöndlun sjávarfangs, næringu og matreiðslu. Stærsti þátturinn er þó í formi auglýsingaherferðar þar sem hamrað er á einstökum eiginleikum hvers kyns sjávarfangs og neytendur hvattir til að hafa fisk í matinn minnst tvisvar í viku og auðvitað að taka lýsi.
Fisk í dag átakið hefst með formlegum hætti núna um helgina og verður opnunarhátíð haldin í Smáralindinni laugardaginn 28. september milli kl. 12:00-16:00.