Páll Gunnar Pálsson, matvælafræðingur og fyrrum starfsmaður hjá Matís, setti í loftið nú á dögunum vefsíðuna Fiskur og kaffi. Þar verður stefnan sett á að halda úti fræðandi greinaskrifum um veiðar, vinnslu og verkun sjávarafurða.

Páll Gunnar hefur í gegnum tíðina sett saman fjölda handbóka um matvælavinnslu ýmiss konar og er hafsjór af fróðleik um þessi efni. Vefsíðan er aðgengileg á fiskurogkaffi.is.