Fjölmenni var á ráðstefnunni Matur, öryggi og heilsa, sameiginlegri ráðstefnu Matís og Matvælastofnunar (MAST), sem fram fór á Hótel Hilton Nordica í dag, 16. apríl. Talið er að hátt í 200 hafi verið á ráðstefnunni þegar mest var.
Svo margir sóttu ráðstefnuna að margir urðu að standa fram að kaffipásu, en þá var hægt bæta við sætum. Margir góðir fyrirlesarar fluttu erindi á ráðstefnunni, og verður vonandi hægt að skoða glærur frá þeim hér á næstunni. Á meðan verður látið nægja að birta nokkrar myndir af ráðstefnugestum.




