Ljóst er að miklu magni gagna er safnað við veiðar og vinnslu hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Þessar upplýsingar eru oft notaðar að þeim sjálfum við veiðistýringu síðar meir þar sem sótt er í ákveðnar tegundir eða ákveðna einginleika afla. Einnig eru dæmi um að fyrirtækin noti þessi gögn við framlegðarútreikninga fyrir veiðar og vinnslu.
Þessi ítarlega gagnasöfnun sem á sér stað við veiðar, löndun og vinnslu hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum nýtist svo til frekari úrvinnslu hjá eftirlitsaðilum eða sem fylgigögn með afurðum til kaupenda eða tollyfirvalda.
Tilgangur þessa skjals er að sýna hvaða upplýsingar er um að ræða, hvar þeirra er aflað og flæði þeirra milli aðila eftir mismunandi veiðum, vinnsluaðferðum og söluferlum.
Skjalið má nálgast hér (best að skoða í Acrobat Reader).
Nánari upplýsingar veitir Valur N. Gunnlaugsson hjá Matís.