Fréttir

Flestir telja hrossakjöt vera hreina og umhverfisvæna fæðu

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Mjög áhugaverðu B.Sc. verkefni lauk nú í sumar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefnið vann Eva Margrét Jónudóttir og gekk verkefnið út á það að kanna viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti. 

Niðurstöðurnar voru einkar áhugaverðar og kom meðal annars fram að 

  • hrossa- og folaldakjöt er ekki nógu áberandi og sýnilegt í verslunum allstaðar á landinu 
  • flestir sem tóku þátt í rannsókninni voru virkilega jákvæðir og fögnuðu umræðunni um hrossakjöt 
  • 96% þeirra sem tóku þátt höfðu smakkað hrossa- og/eða folaldakjöt 
  • þeir sem ekki höfðu smakkað höfðu ekki áhuga, annað hvort þá vegna þess þeir borðuðu ekki kjöt yfir höfuð eða vegna þess að þeim fannst það líkt og að borða hundinn sinn og töldu það rangt vegna tilfinninga

Nánari upplýsingar má finna á Skemmunni og hjá Evu Margréti Jónudóttur

Mynd/picture: Oddur Már Gunnarsson

IS