Fréttir

Framleiðsla hjóldýra fyrir þorskeldi – Matís tekur þátt í sam-norrænu verkefni

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís er þátttakandi í verkefninu “Framleiðsla hjóldýra fyrir þorskeldi” sem nú er hafið og hefur að markmiði að stuðla að öruggri, stöðugri og hagkvæmri framleiðslu fæðudýra fyrir þorsk í eldi. Markmið verkefnisins er jafnframt að efla samstarf þorskseiðaframleiðenda á Norð-urlöndunum.

Markmið þessa verkefnis er sem fyrr segir þróun framleiðslukerfis sem stuðlar að öruggri, stöðugri og hagkvæmri framleiðslu fæðudýra fyrir þorsk í eldi. Settar verða saman leiðbeiningar um framleiðslu og fóðrun sem skilar hjóldýrum af hámarksgæðum m.t.t. samsetningar næringarefna og örveruflóru. Sintef hefur þróað endurtnýtingarkerfi fyrir framleiðslu hjóldýra og verður í verkefninu byggt áfram á því kerfi (Aquatic Ecosystem Resirkulerings-anlegg). Vonir standa til að verkefnið muni að efla samstarf þorskseiðaframleiðenda á Norðurlöndunum í bráð og lengd, en auk Matís koma að verkefninu SINTEF (Noregur), Fiskaaling
(Færeyjar), IceCod (Ísland), Stofnfiskur (Ísland) og Nordland Marin Yngel (Noregur).

Í verkefnahópnum eru Rannveig Björnsdóttir, Jónína Jóhannsdóttir og Eydís Elva Þórarinsdóttir. Verkefnisstjóri er Gunvor Öie hjá SINTEF.

Nánari upplýsingar veitir Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri hjá Matís, í síma 422 5108.

IS