Ert þú með framúrstefnuhugmynd til að efla íslenskan sjávarútveg og tengdar atvinnugreinar? Næsta Sjávarútvegsráðstefna verður haldin í Hörpu dagana 24.-25. nóvember 2016.
Sjávarútvegsráðstefnan kallar eftir framúrstefnulegum nýsköpunarhugmyndum, sem veita á viðurkenningu fyrir á næstu ráðstefnu vettvangsins. Markmiðið er að hugmyndirnar séu framsæknar og frumlegar og skapi umræðugrundvöll eða nýja hugsun.
Það sem þarf að hafa í huga
Framúrstefnuhugmynd skal setja fram á hnitmiðaðan hátt þar sem fram kemur lýsing á hugmynd, tillaga að framkvæmd, væntanlegur afrakstur og áhrif til góðs fyrir ímynd íslenskra afurða (hámark 2 bls). Sjá nánar á slóðinni: www.sjavarutvegsradstefnan.is/efni/verdlaun
Tímafrestur
Frestur til að skila inn umsóknum er 25. október
Hvert á að senda hugmyndina?
Eingöngu er gert ráð fyrir að frammúrstefnuhugmyndin verði send inn rafrænt. Sendið hugmyndina sem viðhengi (word eða pdf skjal) á tölvupóstfang ráðstefnunnar: valdimar@sjavarutvegur.is Bíðið eftir staðfestingu um móttöku og ef hún berst ekki innan sólahrings, hringið þá í síma 695 2269.
Verðlaun og kynning
Eftirfarandi verðlaun og kynning fyrir bestu hugmyndirnar:
- Veitt verður verðlaunafé að upphæð kr. 500 þús.
- Þrjár bestu hugmyndirnar fá kynningu og sérstaka viðurkenningu á Sjávarútvegsráðstefnunni.
- Þrjár bestu hugmyndirnar fá sýningabás á ráðstefnunni til að kynna sínar hugmyndir.
- Fleiri hugmyndirnar fá síðan sérstaka kynningu í veglegu ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar.
- 10 bestu hugmyndasmiðirnir fá frítt fyrir einn á ráðstefnuna.
Til að styðja enn frekar við góðar framúrstefnuhugmyndir verða bestu hugmyndir hvers árs að finna í ráðstefnuheftum á næstu árum. Jafnframt munu hugmyndasmiðir fá tækifæri að kynna sýnar framúrstefnuhugmyndir á Sjávarúvegsráðstefnunni á næstu árum. Árið 2015 voru fjórar framúrstefnuhugmyndir kynntar og gert er ráð fyrir svipuðum fjölda á þessu ári.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu ráðstefnunnar.