Matís tekur þátt í Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi 22.-24. sept. nk. Á bás Matís, nr. C50, verður margt um að vera og má þar nefna kynningu á skyri með lífvirkum þara sem einu innihaldsefna og þar með öllum þeim andoxunareiginleikum sem þari hefur að geyma, bragðmikinn heitreyktan makríl og ljúffenga humarsúpu.
Dagskrá kynninga hjá Matís er eftirfarandi:
- Fimmtudagur 22. sept. kl. 16:30-17:30: Heitreyktur makríll
- Föstudagur 23. sept. kl. 16:00-17:30: Humarsúpa frá Höfn
- Laugardagur 24. sept. kl. 13:00-15:00: Þaraskyr úr lífrænni mjólk og þara úr Breiðafirði
Ekki missa af þessu!
Þess má geta að þaraskyrið er á leiðinni í úrslitakeppni Ecotrophelia Europe, sem vænlegasta og vistvænasta nýsköpunarhugmyndin á matvælasviði árið 2011?
Nánari upplýsingar veitir markaðsstjóri Matís, Steinar B. Aðalbjörnsson, 858-5111.