Nokkrar konur í Austur-Húnavatnssýslu komu saman á dögunum og ræddu möguleika til heimavinnslu matvæla í héraði. Í framhaldinu var ákveðið að boða til fundar þar sem Óli Þór Hilmarsson frá Matís heldur erindi til kynningar og fræðslu um hvað þurfi að gera til að koma slíku í gang, en frá þessu segir á www.huni.is.
Nánari upplýsingar um fundinn á Blönduósi má finna á www.huni.is.
Upplýsingar um Matarsmiðjur Matís má finna á www.matis.is/matarsmidjur.