Fréttir

Fyrirlestur og workshop í tengslum við smáframleiðslu og hönnun matvæla í Ríki Vatnajökuls

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Á morgun, þriðjudaginn 18. maí n.k. verður hér á landi Brent Richards.  Brent er arkitekt og hönnuður sem hefur lengi unnið að matarhönnun. 

Hann stýrði í mörg ár DesignLab við Central Saint Martin School of Design í London.  Nú er Brent framkvæmdastjóri The Design Embassy Europe. Hann hefur mikil alþjóðleg tengsl bæði í hönnunarheiminum, matarmenningu og nýjungum í mat og upplifun.  Brent er mjög áhugasamur um stöðu mála hér á okkar svæði og kemur hingað með stelpunum í “Björg-í-bú” sem vinna nú að verkefni um framleiðslu á sjávarsöltuðum kartöfluflögum úr Ríki Vatnajökuls.  

Hann mun halda fyrirlestur um nýsköpun í smáframleiðslu matvæla og tengingu við svæðisbundna menningu.  Titill fyrirlestursins er : FOOD NARRATIVE – CONNECTION WITH CULTURAL AND REGIONAL IDENITY.

Fyrirlesturinn hefst kl 1220 og verður í fyrirlestrarsal Nýheima á Höfn

Í framhaldi af fyrirlestrinum verður Brent svo með stutt „workshop“ þar sem hann mun vinna með áhugasömum að skilgreiningu tækifæra í Ríki Vatnajökuls. 

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta.

IS