Fyrirtæki í Ástralíu hefur stuðst við niðurstöður úr vísindagrein frá Rf til að auglýsa tæki sem það framleiðir. Aðalhöfundur greinarinnar, sem birtist nýlega á vísindaritinu Journal of Microbiological Methods er Eyjólfur Reynisson, líffræðingur á Rannsóknasviði Rf.
Ástralska fyrirtækið nefnist Corbett Research og framleiðir tæki, tól og hvarfefni fyrir rauntíma PCR. Þeir framleiða m.a. Rotorgene3000 sem er rauntíma PCR tæki en það var notað við rannsóknina sem Rf birti á árinu. Í rannsókninni kom fram að með þeirra tæki hefði næmni greiningaraðferðarinnar verið hæst í samanburði við tvö önnur kerfi sem einnig voru prófuð.
Greinin sem hér um ræðir nefnist Evaluation of probe chemistries and platforms to improve the detection limit of real-time PCR og er Eyjólfur Reynisson aðalhöfundur hennar. Aðrir höfundar eru M.H. Josefsen, M. Krause og J. Hoorfar.
Þeir sem hafa áhuga á að lesa greinina geta farið á Cv-síðu Eyjólfs.