Fréttir

Fyrsta MAKEathonið í verkefninu Grænir Frumkvöðlar framtíðar

Á morgun, þann 22. mars, fer fram fyrsta MAKEathon verkefnisins Grænir Frumkvöðlar Framtíðar (GFF) af þremur, í Árskóla á Sauðárkróki. Hin MAKEathonin tvö fara fram fyrir páska í Grunnskóla Bolungarvíkur og Nesskóla í Neskaupstað. MAKEathon verkefnið er nýsköpunarkeppni sem stendur yfir tvo daga

Í þessu fyrsta MAKEathoni taka 31 nemandi í níunda bekk  þátt. Þeir vinna saman í teymum sem keppast við að kynna lausn á áskoruninni:

Hvernig getum við dregið úr notkun plasts við pökkun fisks og rækju?

Þeir reyna að búa til einhverskonar frumgerð (e. prototype), m.a. í samstarfi við FabLab Íslands smiðju á hverjum stað auk þess sem starfsfólk Matís verður á staðnum til aðstoðar.

Nemendur komu auga á áskorunina þegar þeir fengu heimsóknir sjávarútvegsfyrirtækjunum Dögun og FISK Seafood og fengu fræðslu um starfsemi þeirra, sem var einn þáttur GFF verkefnisins. Þar að auki fengu þeir innsýn í mögulegar áskoranir hvað varðar áhrif  loftslagsbreytinga á hafið og þeirra nærumhverfi en það var hluti af einni vinnustofu verkefnisins, vinnustofu 4. 

Allt efni GFF verður gert aðgengilegt eftir að verkefninu lýkur.

Verkefnið Grænir Frumkvöðlar Framtíðar hófst í skólunum í september 2021 og MAKEathonin eru síðasti hluti verkefnisins. Landskeppni á milli skólanna þriggja fer fram í maí og verða úrslit hennar kynnt í Nýsköpunarvikunni, þann 20. maí. Verkefnið er styrkt af Loftslagssjóði.

Sjónvarpsstöðin N4 hefur í vetur tekið upp efni fyrir sjónvarpsþátt um verkefnið og verða því kvikmyndatökumenn frá þeim á staðnum. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni í haust og þar verður verkefnið kynnt í heild sinni.

Fyrir frekari upplýsingar er bent á að hafa samband við verkefnastjóra verkefnisins Justine Vanhalst í gegnum tölvupóstfangið Justine@matis.is. Þá eru skólar sem vilja taka þátt í framtíðinni sérstaklega hvattir til að hafa samband.

Hér er hægt að fylgjast með gangi verkefnisins:

IS