Nokkrir nemendur í doktorsnámi/starfsmenn Matís fóru nú fyrir stuttu með í vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna. Ýmislegt gekk á í þessum leiðangri og þá kannski einna helst allar þær lægðir sem þustu framhjá og komu með hverja bræluna á fætur annarri.
Sem betur fer gekk þó flestum vel að aðlagast veðri og sjógangi og eftir því sem best er vitað þá komu allir heilir heim.
Tilangur ferðar starfsmanna Matís var að safna gögnum vegna verkefnisins Örverur á Íslandsmiðum sem styrkt er af Rannís.