Fréttir

Getum við bætt framleiðsluferla við framleiðslu á hágæða próteinum til manneldis?

Fiskmjöls- og lýsisframleiðsla skipa mikilvægan sess í fiskvinnslu á Íslandi. Ferlarnir hafa lítið breyst á undanförnum áratugum, en á sama tíma hefur próteinþörf á heimsvísu, auk krafna um bætta nýtingu hráefnis, aukin gæði afurða og minnkun úrgangsefna, snaraukist.

Nú er í gangi verkefni á Matís sem hefur það að markmiði að endurhanna og besta ferlana til framleiðslu á hágæðapróteinum til manneldis.

Verkefnið er styrkt af AVS, rannsóknasjóði sjávarútvegsins en samstarfsaðilar Matís í verkefninu eru Háskóli Íslands (HÍ) og Síldarvinnslan. Verkefnastjórn er hjá HÍ.

Nánari upplýsingar koma eftir því sem líður á verkefnið.

IS