Fréttir

GIANT LEAPS – Hröðun breytinga í átt að nýjum fæðupróteinum

Matís tekur þátt í nýju verkefni sem styrkt er af Horizon Europe. Verkefnið, sem kallast Giant Leaps hefur það að markmiði að hraða skiptum úr dýrapróteinum yfir í ný fæðuprótein.

Þessi breyting á mataræði er lykillinn að því að umbreyta fæðukerfinu með tilliti til umhverfisáhrifa og bættrar heilsu og vellíðan fólks, dýra og jarðar. Verkefnið mun skila stefnumótandi nýjungum, aðferðafræði og opnum gagnagrunni til þess að hraða slíkum breytingum í samræmi við Farm-to-Fork stefnuna og markmið Græns samnings Evrópu um að ná hlutleysi í loftlagsmálum fyrir árið 2050.

GIANT LEAPS verkefnið mun skoða ný prótein, bera þau saman við hefðbundin dýraprótein og skilgreina framtíðarfæði sem stuðlar að betri umhverfi og heilsu. Þau nýju prótein sem verða rannsökuð eru prótein úr plöntum, örveruprótein, sveppaprótein, prótein úr sjó, prótein úr skordýrum, ræktað kjöt og hefðbundin prótein. Verkefnið mun takast á við þær áskoranir sem felast í því að nota ný prótein í vinnslu á matvælum, s.s. vinnslu hráefna og matvælaframleiðslu; öryggi við hönnun, þ.mt ofnæmis; meltingar og heilsu; sjálfbærni, líffræðilegum fjölbreytileika og loftslags.

Ný tækni og endurbættar aðferðir, ásamt aðgengilegum og yfirgripsmiklum upplýsingum um ný prótein munu gera stjórnmálamönnum kleift að forgangsraða breytingum í matvælakerfinu. Það mun einnig nýtast hagaðilum í virðiskeðju matvæla til að taka stefnumótandi ákvarðanir í rannsóknum, viðskiptum og fjárfestingum. Auk þess fær almenningur sjálfbærari og hollari valkost á mataræði.

GIANT LEAPS hópurinn samanstendur af 34 samstarfsaðilum víðsvegar að úr Evrópu, allt frá sprotafyrirtækjum til háskóla og rannsóknastofnana. Í byrjun september hélt verkefnastjóri verkefnisins, Dr. Paul Vos frá Wageningen Research, fyrsta fund verkefnisins í Wageningen í Hollandi. Þar gafst samstarfsaðilum tækifæri á að hittast og skipuleggja verkefnið sem er til 4 ára.

Matís mun leiða sér verkþátt um sjálfbærni þar sem skoðuð verða áhrif framleiðslu próteinanna á umhverfi, samfélag og efnahag, ásamt því að kanna möguleg áhrif á vistkerfi og hvort þau geti lagt sitt af mörkum til þess að sporna við loftslagsbreytingum. Matís tekur einnig þátt í viðamiklum rannsóknum um efnainnihald og næringargildi próteinanna og skoðun á því hvaða eiginleika þau hafa fyrir matvælaframleiðslu.

Fylgdu Giant Leap verkefninu á LinkedIn og Twitter, þar er hægt að fylgjast með gang verkefnisins.



IS