Fréttir

Grein eftir sérfræðing Matís þýdd á persnesku

Einn helsti sérfræðingur landsins um nýtingu aukaafurða úr sjávarfangi er án vafa Sigurjón Arason verkfræðingur og deildarstjóri Vinnsludeildar Matís. Nýlega birtist grein um þetta efni eftir hann á persnesku á vefnum Iranfisheries.net

Forsaga málsins er sú að jafnframt störfum sínum sem vísindamaður á Matís er Sigurjón kennari, m.a. dósent við Matvæla- og næringarfræðiskor H.Í. og einnig kennir hann við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna ( FTP-UNU). Það er einmitt einn nemandi síðarnefnda skólans, Gholam Reza Shaviklo, sem þýddi greinina.

Greinin sem ber titilinn “Utilization of Fish Byproducts in Iceland” birtist fyrst í ráðstefnuritinu Advances in Seafood Byproducts 2002 Conference Proceedings. Alaska Sea Grant College Program, University of Alaska Fairbanks, Fairbanks, 43-62.

Gholam Reza Shaviklo er nemandi skólans skólaárið 2006-07 en alls hafa fimm nemendur frá Íran stundað nám við skólann frá stofnun hans árið 1998 en heildarfjöldi nemenda er 126 frá 23 löndum.

IS