Fréttir

Grunnskóli Bolungarvíkur bar sigur úr býtum í landskeppni Grænna Frumkvöðla Framtíðar 2022

Tengiliður

Justine Vanhalst

Verkefnastjóri

justine@matis.is

Í lok maí fór fram Landskeppni MAKEathons, nýsköpunarkeppni Grænna Frumkvöðla Framtíðar. Þar kepptu skólarnir þrír, Nesskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur og Árskóli, til úrslita.

Hver skóli sendi inn myndband þar sem þeir útskýrðu sínar lausnir á umhverfisáskorunum í  sinni heimabyggð. Keppnin var hnífjöfn en á endanum var það Grunnskóli Bolungarvíkur sem bar sigur úr býtum. Þeim innan handar voru Hildur Ágústsdóttir kennari og Gunnar Ólafsson frá Djúpinu frumkvöðlasetri.

Grunnskóli Bolungarvíkur glímdi við áskorunina:

„Hvernig er hægt að nýta úrgang frá fiskeldi betur “

og lausnin sem vann bar yfirskriftina: „Að nýta úrgang frá fiskeldi á sjálfbæran hátt“

Hér er fyrir neðan má lesa  endurgjöfina sem sigurliðið fékk frá dómnefndinni:

“Þið eruð hugvitssöm og lausnamiðuð. Þið komuð auga á umhverfisvandamál sem skapast vegna fiskeldis í sjó og leituðuð lausna. Það var frábært að fá að sjá skítinn sem safnast hefur fyrir, en það sjónarhorn fær almenningur yfirleitt ekki. Ykkar verkefni gengur út á að breyta úrgangi og botnfalli í auðlind sem nýtist, og gæti því komið bæði náttúru og sjávarútvegsfyrirtækjum að gagni. Við hvetjum ykkur til að vinna lausnina áfram og hafa í huga mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika í vistkerfum í sjónum, en eldi í sjó getur skaðað hann sé ekki að gætt.“

Í dómnefnd sátu:

  • Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata og lögfræðinemi
  • Margrét Hugadóttir vefstjóri og verkefnastjóri hjá Landvernd
  • Þóra Valsdóttir verkefnastjóri hjá Matís

Fyrir frekari upplýsingar er bent á að hafa samband við verkefnastjóra Grænna frumkvöðla framtíðar: Justine@matis.is. Skólar sem vilja taka þátt eru sérstaklega hvattir til að hafa samband (fréttamenn geta  haft samband í síma: 762 0266).

Hér er hægt að fylgjast með gangi verkefnisins:

IS