Verkefnið SeaCH4NGE leitast við að svara þessari spurningu.
Tvær fóðurtilraunir með mjólkurkúm annars vegar og nautgripum hins vegar voru framkvæmdar hjá Háskólanum í Reading, Bretlandi, seinni hluta þessa árs. Báðum þessum fóðurtilraunum er nýlega lokið og starfsfólk efnadeildar Matís keppist við að mæla efnainnihald afurðanna.
Á næstu dögum verða einnig framkvæmdar rannsóknir á bragði og áferð afurðanna. Skynmat er framkvæmt bæði á mjólkurafurðum og kjötinu. Fyrstu niðurstöður úr mjólkurrannsókninni sem framkvæmd var við Háskólann í Reading virðast einkar spennandi. Glöggir neytendur gætu ef til vill fundið örlítinn bragðmun á mjólkurvörum af þessum toga ef slíkar vörur komast á markað. Í vikunni bárust okkur hjá Matís líka margir kassar af kjöti úr fóðurtilrauninni sem verður nýtt til að kanna hvort munur finnist einnig í kjötinu!
Rannsóknarteymið í SeaCH4NGE hópnum bíður spennt eftir að sjá og taka saman allar niðurstöður mælinga og rannsókna úr verkefninu sem lýkur nú um áramótin.