Auglýst er eftir nema í mastersverkefni
Matís leiðir nýtt verkefni um bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis, sem styrkt er af Matvælasjóði til eins árs.
Sóknarfæri eru í stærri markaðshlutdeild innanlands og útflutningi grænmetis. Hægt er að varðveita gæði grænmetisins sem er uppskorið hjá bændum betur með því að endurbæta alla virðiskeðjuna til neytenda, en til þess þarf samstillt átak. Tækifærin eru líka til staðar, sérstök ræktunarskilyrði á Íslandi og svalt loftslag bjóða upp á að viðhalda miklum gæðum uppskerunnar.
Við erum að leita að masternema í verkefnið, þar sem leggja á áherslu á rannsókn á geymsluþoli grænmetis. Verkefnið getur verið 60 eða 90 einingar.
Verkefnið verður bundið við eina eða fáar tegundir grænmetis og getur beinst að hermitilraunum til að spá fyrir um lengingu geymsluþols í þeim tilgangi að hámarka gæði og minnka sóun. Setja á fram tillögur um endurbætur á ferlum í virðiskeðju grænmetisins.
Verkefnið getur hafist núna strax í febrúar 2021. Umfang verkefnisins verður skilgreint í samræmi við einingafjölda (60 eða 90 eininga).
Í boði er styrkur að upphæð 1mkr sem er árangurstengdur.
Leiðbeinendur:
Ólafur Reykdal, Matís (olafurr@matis.is, símanr 4225098)
Dr Kolbrún Sveinsdóttir, Matís og HÍ (kolbrun@matis.is, símanr 4225079)
Prófessor Guðjón Þorkelsson, HÍ (gudjont@hi.is, símanr 4225040)
Frekari upplýsingar gefur:
Ólafur Reykdal
Netfang: olafurr@matis.is
Símanúmer: 4225098