Fréttir

Heilsufullyrðingar á matvælum: Skilafrestur framlengdur

Ákveðið hefur verið að framlengja frest til þess að skila svörum í könnun á viðhorfum til heilsufullyrðinga á matvælum til næstu mánaðamóta. Bilun varð í hugbúnaði sem gerði hluta af þátttakendum erfitt um vik að svara spurningunum. Nú er hugbúnaðurinn kominn í lag og því geta þátttakendur skilað inn svörum.

Um er að ræða samnorræna könnun, en markmiðið er að kanna hug neytenda til heilsufullyrðinga og hvernig þeir skilja mismunandi heilsufullyrðingar á matvælum. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í öllum löndunum, sem og matvælafyrirtækjum, neytendasamtökum og yfirvöldum.

Evrópureglugerð um heilsufullyrðingar í matvælum er í burðarliðnum og verða niðurstöður könnunarinnar nýttar til að hafa áhrif á innihald hennar. Færst hefur í vöxt að matvæli sé merkt með svonefndum heilsufullyrðingum. Það geta verið fullyrðingar um næringarinnihaldi matvæla, t.d. fitusnautt, kólesterólfrítt, hitaeiningasnautt og um áhrif neyslu einstakra matvæla á heilsu neytenda.

matur
IS