Fréttir

Heimsókn frá Research Executive Agency

Þær Dr. Agne Dobranskyte-Niskota, fulltrúi rannsóknarverkefna (Research Programme Officer) og Sophie Doremus, lögfræðingur, báðar frá Research Executive Agency (REA) Evrópusambandins heimsóttu Matís þann 7. september.

Tilgangur heimsóknarinnar var að fylgjast með framvindu tveggja einstaklingsstyrkjaverkefna (Individual Fellowship) sem falla undir Marie Skłodowska-Curie áætlunina (MSCA), en þessi verkefni eru núna í gangi hjá Matís. Verkefnin tvö eru annars vegar verkefni Dr. Ástu H. E. Pétursdóttur sem nefnist Þversnið af þangi (SilhouetteOfSeaweed, project no. 656596) og hins vegar verkefni Dr. Gregory K. Farrant sem ber nafnið AstroLakes (project no. 704956).

Dagurinn hófst á fyrirlestri þeirra Dr. Agne Dobranskyte-Niskota og Sophie Doremus, en þær kynntu bæði REA og MSCA áætlunina. Dr. Helga Gunnlaugsdóttir hélt þvínæst fyrirlestur og kynnti starfsemi Matís. Ásta og Gregory kynntu síðan sig sjálf og verkefnin sín, og spjölluðu svo við gestina frá REA í einstaklingsviðtölum. Deginum lauk með því að gestirnir skoðuðu alla aðstöðu Matís.

EU
IS