NMKL (Nordisk Metodikkomité for Næringsmidler) bíður nú námskeið í skynmati á drykkjarvatni hjá Matís við Skúlagötu þann 12. febrúar. Námskeiðið byggir á nýrri og viðurkenndri skynmatsaðferð norrænnar nefndar um greiningu matvæla (NMKL). Aðferðin er ein af fyrstu skynmatsaðferðunum sem hefur verið sannprófuð á milli rannsóknastofa og gefur hlutlægar og endurtakanlegar niðurstöður þegar hún er framkvæmd rétt. Fram að þessu hefur skynmat á vatni ekki verið samræmt á milli rannsóknastofa.
Þátttakendur: Starfsfólk stofnana eða fyrirtækja sem hafa not fyrir einfalt, fljótlegt og hlutlægt skynmat á drykkjarvatni, svo sem starfsfólk vatnsveita, heilbrigðisfulltrúar og fleiri.
Efni Námskeiðs: Námskeiðið spannar hagnýt fræði um skynmat, nákvæma yfirferð á skynmatsaðferðinni og skynmatsgreiningu á drykkjarvatni. Námskeiðið er byggt á tveimur aðferðum: NMKL-metode nr. 183, 2005: Sensorisk kvalitetskontrolltest av drikkevann og NMKL-prosedyre nr. 11,2002: Sensorisk bedømmelse av drikkevann.
Staður og tími: 12. febrúar 2008 Matís, Skúlagötu 4, Reykjavik.
Námskeiðið verður haldið Á ENSKU af Steffen Solem, Eurofins -Norsk Matanalyse.