Fréttir

Hrossakjöt! Nautakjöt! Þekkja Íslendingar muninn?

Háskóladagurinn 2013 fer fram á morgun. Í Háskóla Íslands verður mikið fjör og þar munu nemendur, kennarar og starfsmenn Matís bjóða upp á Kjötáskorunina 2013 við bás Matvæla- og næringarfræðideildar á Háskólatorginu,

Kjötáskorunin fer fram á milli kl. 13 og 14:30. Tilgangur áskorunninnar er að leyfa Íslendingum að meta hvort þeir finni mun á milli hrossakjöts annars vegar og nautakjöts hins vegar en ekki síður að vekja áhuga á þeim verkefnum sem matvælafræðingar um allan heim starfa að.

Tækifærin eru mikil í íslenskri matvælaframleiðslu og á því eru landsmenn að átta sig. Hægt er að byggja upp varanleg verðmæti í matvæla- og líftækniiðnaði, hvort sem slíkt er hugsað með útflutning í huga eða sem viðbót við það sem Ísland hefur upp á að bjóða allan ársins hring, t.d. í ferðatengdri matvælaframleiðslu.

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Nánar um matvælafræðina: www.framtidarnam.is

Nánar um háskóladaginn 2013: www.haskoladagurinn.is/

IS