Hugtakasafn Fiskiðnaðarins sem nú birtist á vefnum tekur saman ýmis hugtök úr fiskiðnaðinum og gefur þeim skýrari merkingu. Þetta hefur verið reynt að gera bæði með orðum og myndum. Safnið var upphaflega unnið í tengslum við verkefnið „Aukin verðmæti gagna.“
Við upplýsingasöfnun í verkefninu „Aukin verðmæti gagna“ kom í ljós að skilningur á einstaka orðum og hugtökum er torskilinn og að sama orð getur haft mismunandi merkingu milli aðila. Eins og gefur að skilja er fátt jafn mikilvægt í samskiptum um mikil verðmæti en að samræmd merking sé á orðum og hugtökum.
Tollskráin inniheldur yfir 100 hugtök, sum torskilin og önnur ekki notuð í réttu samhengi. Ítrekað kemur fram misskilningur í flokkun og vörulýsingum vegna þessa. Hugtakasafnið getur því tvímælalaust gagnast við gerð vörulýsinga í tollskrá og í reglugerðar- og lagasmíðum hins opinbera, einnig getur það gert samskipti milli viðskiptaaðila markvissari. Hugtakasafn þetta nýtist einnig starfsfólki í sjávarútvegi, við gerð vörulýsinga og annarra samskipta þar sem hægt verður að vísa í hugtakasafnið sem heimild.
Hugtakasafnið má nálgast hér (best að skoða í Acrobat Reader).
Þar sem um er að ræða fyrstu útgáfu safnsins eru allar athugunarsemdir vel þegnar og mun Páll Gunnar Pálsson hjá Matís taka á móti þeim ásamt því að veita nánari upplýsingar ef þess er óskað.