Fréttir

Hvað getum við lært af hinum sænska Eldrimner?

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Þann 10. júní síðastliðinn fór fram veffundur á vegum Eldrimner og var umfjöllunarefnið matarhandverk í Svíþjóð og ýmiss konar fróðleikur því tengdur.

Eldrimner er landsmiðstöð fyrir matarhandverk og þekkingarmiðstöð fyrir smáframleiðendur í Svíþjóð. Eldrimner heldur námskeið um fjölbreytt matarhandverk, svo sem pylsugerð, súrdeigsgerð og ostagerð. Þá heldur Eldrimner einnig árlega matarhandverkskeppni þar sem framleiðendur fá faglegt mat á vörur sínar og þeir sem skara fram úr frá viðurkenningu sem þeir geta notað í markaðsstarf sitt. Eldrimner hefur náð miklum árangri í að auka fagþekkingu smáframleiðenda í Svíþjóð og auka veg og virðingu matarhandverks. Það er margt sem við á Íslandi getum lært af Eldrimner og fróðlegt að heyra fólk segja frá reynslu sinni af starfinu.

Fundurinn fór fram á ensku og í spilaranum hér að neðan má horfa á upptöku af fundinum í heild sinni.

Að fundinum stóðu Slow Food á Íslandi, Matís, Samtök smáframleiðenda matvæla og Vörusmiðja Biopol.

IS