Fréttir

Hvaða áhrif hefur COVID-19 faraldurinn haft á matarvenjur þínar?

Nú er Matís með netkönnun, sem er hluti af norænni-baltneskri rannsókn, þar sem ætlunin er að skoða breytingar á matarvenjum og neysluhegðun Íslendinga vegna COVID-19 faraldursins. Markmið rannsóknarinnar er að skilja betur breytingar á neysluvenjum og viðhorfi til matar á meðan neyðarstig almannavarna var í gildi 6.mars til 25. maí 2020.

Með því að safna þessum gögnum og bera saman niðurstöður mun könnunin varpa ljósi á ýmis vandamál neytenda og áhyggjur í tengslum við matvælaöryggi, fæðuframboð og fæðuaðgengi.

Gögnin verða á engan hátt persónugreinanleg. Niðurstöður könnunarinnar verða bornar saman við kannanir sem gerðar hafa verið í nágrannalöndum okkar. Þær geta svo nýst til að skoða ákvarðanir og aðgerðir stjórnvalda og matvælaframleiðanda á tímum faraldursins.

Faraldurinn hefur haft áhrif á okkur öll og með mismunandi hætti. Hann hefur haft áhrif á mataræði okkar og heilsu. Hann hefur haft áhrif á okkur andlega og fjárhagslega. Með betri skilningi á öllum þessu þáttum verðum við betur í stakk búin til að takast á við svipaðar aðstæður í framtíðinni.

Þátttaka þín er mikils virði. Þú getur tekið könnunina hér. Hún tekur aðeins 15 mínútur.

Greining á niðurstöðum og samantekt verður svo aðgengileg á vefsíðunni okkar þegar niðurstöður verða klárar.

IS