Fréttir

Hver er þín sýn á framtíðina? – Taktu þátt!

Vísinda- og tækniráð býður öllum að taka þátt í mótun vísindastefnu Íslands |  Vísinda- og tækniráð efnir til opins samráðs við íslenskt samfélag um skilgreiningu brýnustu samfélagslegu áskorana sem Ísland stendur frammi fyrir.

Öllum er boðið að taka þátt í samráðinu með því að svara nokkrum spurningum á síðunni  www.samfelagslegaraskoranir.is.

Einnig býður Vísinda- og tækniráð öllum áhugasömum að heimsækja sýningarbás sinn á Vísindavöku Rannís 2018 sem haldin verður í Laugardalshöllinni föstudaginn 28. september 2018, kl. 16:30-22:00, fylla út könnunina og að ræða við fulltrúa Vísinda- og tækniráðs á staðnum. 

Sjá nánar: www.visindavaka.is.

IS