Fréttir

Hvernig skynjum við matvæli?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Yfirskrift Nordic Sensory Workshop 2018 sem haldin verður í Reykjavík dagana 3. og 4. maí er að þessu sinni „Making Sense“, en þar verður fjallað um skynfærin okkar og samspil þeirra í tengslum við vöruþróun og matvælaframleiðslu.

Áherslan verður á vísindalegar niðurstöður og notagildi þeirra. Skoðuð verða dæmi um hvar, hvenær, hvernig og af hverju við ættum að nota skynmat við vöruþróun, framleiðslu og markaðssetningu. Fagfólk og vísindafólk sem vinna við skynmat, gæðamál og neytendamál á sviði matvæla fá þarna tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu viðburðarins sem nálgast má með “Meira” tenglinum hér að neðan.

Meira um “Making sense”

IS