Fréttir

Iðnaðarsalt og annað salt

Eins og flestum er kunnugt hefur átt sér stað mikil umræða um salt undanfarna daga. Sitt sýnist hverjum um „saltmálið“ svokallaða en allir eru sammála um mikilvægi hollrar, góðrar og skaðlausrar fæðu sem hluti af heilbrigðu líferni

Matís vill leggja lóð sín á vogarskálar góðrar og upplýstrar umræðu. Til að leggja áherslu á vægi öruggra upplýsinga og faglegra vinnubragða í umræðu um erfið mál sem þessi og í ljósi hlutverks Matís varðandi lýðheilsu Íslendinga skal það tekið fram að fyrirtækið er með tækjabúnað til þess að mæla salt fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Matís leggur mikinn metnað í matvælarannsóknir en þess má geta að Matís rekur stærstu matvælarannsóknarstofu landsins. Hjá Matís er faggildin mæliaðferða í fyrirrúmi og er fyrirtækið með metnaðarfullar áætlanir um enn frekari uppbyggingu faggildra mæliaðferða. Matís hefur lengi stefnt að enn frekari uppbyggingu tækjabúnaðar og eru í skoðun hjá fyrirtækinu ýmsar leiðir er snúa að fjármögnum mikilvægs tækjabúnaðar, Íslendingum öllum til hagsbóta.

Nánari upplýsingar  veitir Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjóri efnarannsókna og áhættumats hjá Matís

IS