Innlent grænmeti er yfirleitt ferskara og af meiri gæðum en það innflutta. Næringargildið er svipað en minna er um varnarefni í því innlenda, segir Ólafur Reykdal verkefnastjóri hjá Matís í samtali við 24 stundir. “Það er mjög stutt frá haga til maga,” segir Ólafur
“Það er mjög stutt frá haga til maga. Það eru stuttar vegalengdir frá framleiðanda til neytanda sem býður upp á að innlent grænmeti sé af meiri gæðum og ferskleika en grænmeti sem flutt er um langan veg,” segir Ólafur og bendir á að stuttum vegalengdum fylgi fleiri kostir. “Styttri flutningar þýða einfaldlega minni mengun. Innlenda framleiðslan leiðir þvi til minni mengunar og það er nokkuð sem fleiri eru farnir að velta fyrir sér.”
Minna um varnarefni
Aðstæður til ræktunar grænmetis eru aðrar hér á landi en víða erlendis. Ólafur bendir á að hér sé loftslag svalt og nýta megi jarðhitann en á móti komi erfið
birtuskilyrði sem þurfi að bregðast við með mikilli raflýsingu.
“Svala loftslagið þýðir líka að hér er minna af skordýrum og öðru sem þarf að nota varnarefni gegn. Íslenska grænmetið kemur almennt betur út en það innflutta hvað varðar þessi varnarefni,” segir Ólafur í samtali við 24 stundir.