Fréttir

Íslenskir nemendur eftirsóttir erlendis

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Á opnum fundi um mikilvægi langtímarannsókna í matvælaiðnaði sem haldinn var af Matís í samstarfi við PepsiCo kom fram að erlend stórfyrirtæki, á borð við PepsiCo., eru farin að horfa til Íslands í leit að nemendum í matvælafræði til að vinna með þeim að rannsóknum.

Samkvæmt Dr. Gregory Yep frá PepsiCo stendur matvælaiðnaðurinn almennt frammi fyrir því að of fáir matvælafræðingar hafa verið útskrifaðir úr námi á síðustu árum til þess að geta annað þeirri eftirspurn sem er eftir sérfræðiþekkingu í greininni.  Upptökur frá fundinum má finna hér að neðan.

Hér á landi stefndi í sömu átt, en með samstilltu átaki Matís og Háskóla Íslands hefur verið spornað við þróuninni að nokkru leyti en samstarfið hefur skilað sér í metnaðarfullu meistaranámi við HÍ. Þar að auki hefur Matís boðið nemendum á öllum námsstigum háskóla að vinna að rannsóknum innan fyrirtækisins og þannig gefið nemendum tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum bæði á akademískan og starfstengdan hátt.

Samstarfið hefur skilað úrvals vísindamönnum á sviði matvælafræða og hafa margir þeirra hafið störf hjá Matís meðfram námi og að námi loknu. Þá eru mörg dæmi er um að starfmenn og fyrrum nemendur hjá Matís hafi verið boðin störf hjá öðrum fyrirtækjum, vegna þekkingar sinnar og hæfni sem þeir öðluðust í starfsnáminu. Þá hefur afraksturs þessa samstarfs í formi nýjunga og virðisaukningar á matvælum og matvælatengdum vörum orðið til þess að íslenskir matvælafræðingar eru virkilega eftirsóttir sem og íslenskt hugvit á sviði matvælafræða.

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Dr. Gregory L. Yep, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar, PepsiCo.
Dr. Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Fleiri Matís myndbönd má finna á Youtube svæði Matís.