Fréttir

Íslenskir skólar hafa tækifæri á að sækja um ProBleu styrk

Matís og verkefnið BioProtect vekja athygli á að íslenskir skólar hafa tækifæri til að sækja um Pro Bleu styrk:

Styrkur: ProBleu funding call

ProBleu hefur það að markmiði að efla skóla samfélag í Evrópu (Network of European Blue Schools) með því að bjóða allt að 7.500 evrur í styrk til verkefna sem varða aukinn skilning á vatni og hafi. Umsóknir skulu berast fyrir 23. maí, klukkan 17:00 CET.

Hvað er ProBleu? 

ProBleu styður við skóla sem eru í fararbroddi við að kenna krökkum um verndun hafs og ferskvatns. Á næstu þremur árum mun ProBleu bjóða að minnsta kosti 100 skólum styrki fyrir spennandi verkefni. Skólar geta fengið allt að 7.500 evrur í styrk fyrir verkefni sem standa yfir í allt að ár.

Hverjir geta sótt um styrkinn

ProBleu styrkurinn er sérstaklega ætlaður skólum í löndum sem eiga fulltrúa í Blue Schools samfélaginu: Austurríki, Belgíu, Danmörku, Þýskalandi, Íslandi, Írlandi, Kosovo, Lúxemborg, Möltu, Svartfjallalandi, Noregi, Slóveníu og Úkraínu. Það kemur þó ekki í veg fyrir að önnur lönd geti sótt um styrkinn.

Hér er hægt að finna allar nánari upplýsingar:

IS