Um 20 manns á námskeiði um vinnslu korns til manneldis sem Matís ohf. stóð fyrir í Verinu vísindagörðum á Sauðárkróki í samstarfi við Leiðbeiningamiðstöðina með stuðningi starfsmenntaráðs.
Eyfirðingar, Húnvetningar og Skagfirðingar fræddust um meðhöndlun korns, sýnt var fram á fjölbreytilegt notagildi íslensks korns og farið yfir nýleg dæmi um þróun á nýjum vörum úr íslensku korni. Þá gæddu gestir sér á gæða brauði úr skagfirsku byggi sem og brauð til hvers skagfirskt hveiti var nýtt við baksturinn. Áhugasamur kornræktandi kom með sýnishorn af sinni framleiðslu, hafrar, bygg og hveiti, hvort tveggja heilt og malað. Ólafur Reykdal verkefnisstjóri hjá Matís flutti erindið fræddi viðstadda og svaraði spurningum.
Nánari upplýsingar veita Arnljótur Bjarki Bergsson og Ólafur Reykdal.