Fréttir

Kaldar staðreyndir í sumarhita

Kæling er mikilvæg allt árið um kring, en sérstaklega mikilvæg yfir sumarmánuðina.

Kaldur júní mánuður er að baki hér á landi, almenningur vonast eftir góðu sumri á Íslandi. Í Evrópu er nú nokkru hlýrra en almennt gerist og gengur, jafnvel á þessum árstíma. Á meginlandi Evrópu var t.a.m. nýlega búist við að hiti gæti farið yfir 40°C þ.m.t. á nokkrum af helstu markaðssvæðum íslensks sjávarfangs, eins og raunin varð. Þó ekki sé beinlínis búist við jafn skelfilegum afleiðingum, í Frakkland í sumar, og af hitabylgjunni 2003 þá er samt réttara að hafa vaðið fyrir neðan sig.

Sem fyrr er vönduð aflameðferð einkar mikilvæg, þar skiptir kæling hráefnis máli. Mikilvægi kælingar lýkur ekki þó í land sé komið. Mikilvægt er að forða fiski frá rýrnun gæða, einkum þeim sem selja á ferskan eða frystan frá mögulegu hitaálagi, í meðferð sjómannafiskverkendaflutningsaðila og seljenda. Enn sem fyrr er meðhöndlun, kæling þ.m.t., um borð er mikilvæg þau gæði sem glatast kunna um borð endurheimtast ekki í landi.

Einangrandi umbúðir eru til þess fallnar að verja matvæli fyrir hitaálagi. Umbúðir kæla ekki vöru. Kælimiðlar sem fylgja t.a.m. ferskum/kældum matvælum inn í umbúðir er komið fyrir inn í umbúðum til að viðhalda köldu hitastigi vörunnar. Brýnt er að matvælin séu í því ástandi sem þau eiga að vera þegar þeim er pakkað. Að frosin vara sé fryst við þar tilgreint hitastig og kjarnhiti sé skv. skilgreiningu og að kæld fersk matvæli séu köld. Umbúnaður vöru þarf að taka mið af þeim aðstæðum sem eru í umhverfi vörunnar hverju sinni. Ef flytja á fersk flök eða flaka bita til meginlands Evrópu í sumar er mikilvægara en verið hefur í vetur að gæta að kælingu vörunnar og því að nægjanleg vörn fyrir hitaálagi sé tryggð. Gæði fisks sem dreginn er úr sjó eru hvorki eilíf né endanleg, það er verkefni allra sem að koma að varðveita þau gæði sem best m.a. með vandaðri og markvissri kælingu, koma í veg fyrir að þau glatist að óþörfu og stuðla að því að þau berist endanlegum neytendum.

Kæling er mikilvæg allt árið um kring, en sérstaklega mikilvæg yfir sumarmánuðina. Nafnið Ísland veitir aðilum í íslenskum sjávarútvegi ekki tryggingu gegn hitaálagi. Vönduð vinnubrögð hvers og eins og markviss kæling auðveldar allt markaðsstarf til frambúðar.

IS