Í Landanum á RÚV var nýlega fjallað um kornrækt í Skagafirði. Upplýsingar frá Matís um möguleika kornsins til matvæla- og fóðurframleiðslu komu þar við sögu. Kornrækt á Íslandi gæti orðið mjög mikilvæg í framtíðinni ef fram fer sem horfir að loftslagsbreytingar geri kornframleiðslu erfiða á suðlægum slóðum og verðið á korni hækki. Þá mun þurfa að auka sjálfbærni með því að framleiða meira af matvælum og fóðri innanlands.
Starfsemi Matís felst m.a. í því að horfa til framtíðarþarfa atvinnulífs og almennings á matvælasviðinu. Þegar litið er til korns hefur Matís unnið náið með bændum og fyrirtækjum í íslenskum, norrænum og Norðurslóðaverkefnum. Árangurinn er aukin þekking í atvinnulífinu, leiðbeiningar og verklýsingar sem eru tilbúnar þegar þörf verður á því að auka innlenda framleiðslu. Leiðbeiningarnar hafa verið gerðar aðgengilegar hér.
Í fræðigrein hefur verið fjallað um áhrifhlýnunar á möguleika byggræktar.
Umfjöllun landans um kornrækt í Skagafirði ognýtingu til innlendrar matvælaframleiðslu (hefst á 1:30).