Fréttir

Kynningar- og vinnufundur: Lífhagkerfisstefna fyrir Ísland

Fimmtudaginn 26. maí kl. 14-16 fer fram kynning á drögum að lífhagkerfisstefnu fyrir Ísland. Kynningin fer fram í höfuðstöðvum Matís að Vínlandsleið 12 í Reykjavík.

Vinna við mótun stefnunnar hefur farið fram undanfarna mánuði í umboði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Á fundinum verða drög stefnunnar kynnt hagaðilum og kallað eftir umræðum og athugasemdum.

Nauðsynlegt er að skrá sig á netfangið matis(at)matis.is til þess að taka þátt. Í skráningunni þarf að koma fram fullt nafn og upplýsingar í hvaða vinnuhópi óskað er eftir að taka þátt (sjá hópaskiptingu neðar).

Dagskrá

  • 14:00-14:15     Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra – ávarp
  • 14:15-14:40     Sigrún Elsa Smáradóttir – kynning á lífhagkerfisstefnunni
  • 14:40-15:20     Hópavinna
  • 15:20-16:00     Yfirferð yfir niðurstöður vinnuhópa og umræður

Vinnuhópar

Alþjóðlegt samstarf og nýir markaðir

•    Samlegðaráhrif rannsóknaáætlana
•    Þróunarsamvinna
•    Samstarf á norðurslóðum

Vannýttar auðlindir og tækifæri þvert á geira

•    Nýting vannýttra auðlinda
•    Nýting hliðarafurða
•    Tækniyfirfærsla milli geira

Tækniþróun og uppbygging mannauðs

•    Opið lífmassaver
•    Menntun morgundagsins
•    Samhæfing RNI (rannsóknir, nýsköpun, iðnaður)

Byggðaþróun og öflugir innviðir

•    Svæðisbundin stefna
•    Áhersla stefnumiðaðra sjóða
•    Styrking innviða

Opinber fjárfesting og fjárfesting einkaaðila

•    Stuðningur við sprota
•    Stefnumiðaðar rannsóknaáherslur
•    Nýting gagna og kynning

Bláa lífhagkerfið

•    Framtíðar vörur og markaðir
•    Sjálfbær nýting og lausnir gegn mengun
•    Forysta í málefnum hafsins

IS