Fréttir

Laust starf ritara

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Laust er til umsóknar starf ritara til að starfa með s.k. „Resident Twinning Advisor (RTA)“ í  erlendu verkefni.

Verkefnið heitir„Institutional and laboratory capacity building to ensure food safety“ og mun standa yfir í 12 mánuði.  Aðsetur mun vera hjá Matís ohf. Í Reykjavík og mun starfið helst felast í að aðstoða RTA við að samhæfa heimsóknir þýskra sérfræðinga til Matís og MAST (Matvælastofnunar).  Gerð er krafa um ritfærni og góða kunnáttu í þýsku, íslensku og  ensku. Um er að ræða fullt starf.

Helstu verkefni:

  • Aðstoða RTA við stjórnsýslu og skipulag verkefnisins í heild
  • Skipuleggja ferðalög RTA og þýskra sérfræðinga
  • Aðstoð með tungumál og þýðingar RTA og þýskra sérfræðinga
  • Skipulagning funda og ráðstefna
  • Samantekt á gögnum og skýrsluskrif
  • Þýðingar (íslenska/enska, enska/íslenska)

Nánari upplýsingar:

http://www.eurojobs.com

IS